fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Tíðindin sem enginn hjá Liverpool vill heyra: Leggur til að lykilmenn verði hvíldir gegn City

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2019 08:53

Jamie Carrager og Gary Neville / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United og sérfræðingur Sky Sports, segir að Ole Gunnar Solskjær eigi að hvíla lykilmenn gegn Manchester City í næstu viku.

Þessu heldur Neville fram til að United eigi meiri möguleika á sæti í Meistaradeildinni. Neville segir hins vegar að þetta standi og falli með því að United vinni Everton á sunnudag.

United á fjóra stóra leiki á næstu tíu dögum og Neville útskýrir af hverju að hvíla gegn City, væri skynsamlegt.

,,Leikurinn gegn Everton á sunnudag er sá leikur sem liðið er líklegast til að vinna,“ sagði Neville.

United leikur gegn Barcelona í kvöld, síðan eru það leikir við Everton, City og Chelsea um aðra helgi.

,,Ef United vinnur svo City en tapar gegn Chelsea, er liðið í baráttu um fjórða sætið. Ef liðið tapar gegn City en vinnur Chelsea, þá er liðið í topp fjórum.“

,,Ef United vinnur Everton, þá er rétti tíminn gegn City að hvíla leikmenn,“ sagði Neville, þetta eru tíðindi sem enginn stuðningsmaður Liverpool vill heyra. Liverpool er að berjast við City um sigur í deildinni.

Liverpool treystir á að Tottenham eða United stríði City, þá er liðið með örlögin í sínum höndum.

,,Ég er ekki að segja að United eigi að hugsa um tap, þeir verða að vinna. Með fjóra leiki á tíu dögum, þá er ekki hægt að spila sama liðnu.“

,,Ef liðið vinnur Everton, þá á að gera nokkrar breytingar gegn City, en reyna að ná í úrslit.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun

Tottenham í sárum en skoðar þessa kosti – Eze í læknisskoðun hjá Arsenal á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blikar geta komist nær hundruðum milljóna í kvöld

Blikar geta komist nær hundruðum milljóna í kvöld
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið

Gefast upp á Hojlund sem var ekki sannfærður um tilboðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær

Krakkarnir kölluðu hann rottu þegar hann mætti til vinnu í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði

Vonar að Cunha læri mannasiði á Old Trafford – Telur að skapið geti komið honum í vandræði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dóttirin skipaði honum að raka sig – „Sagði að þetta væri hræðilegt“

Dóttirin skipaði honum að raka sig – „Sagði að þetta væri hræðilegt“