Danny Rose, leikmaður Tottenham, gaf það út á dögunum að það yrði mögulega gleðidagur er hann leggur skóna á hilluna.
Rose og aðrir dökkir leikmenn eru að vonum orðnir þreyttir á endalausum rasisma sem er enn á lífi í annars fallegri íþrótt.
Rose hefur sjálfur orðið fyrir kynþáttaníði og greindi frá því nýlega að hann væri alveg kominn með nóg.
,,Þetta hefur augljóslega verið frábært. Fólk heldur annað en mér líður smá óþægilega með þessar fyrirsagnir,“ sagði Rose.
,,Það er leiðinlegt hvað er að gerast í fótboltanum þessa stundina. Við sáum þetta í Championship-deildinni um helgina og þetta er eitthvað sem er að lauma sér inn aftur.“
,,Ég hef fengið frábæran stuðning í vikunni ég vona að í lok tímabils þá geti fólk fengið sér sæti og rætt málin – um hvernig á að losa sig við þetta vandamál.“
,,Þetta er glatað, í raun. Ég hef þó fengið frábæran stuðning og ég vil þakka fyrir hann.“