Jonathan Kotler, prófessor í Bandaríkjunum er reiður út í yfirvöld í Kaliforníu, eftir að honum var meinað að fá sér nýja númeraplötu.
Kotler vildi fá sér einkanúmerið COYW, um er að ræða tilvísun í enska úrvalsdeildarfélagð, Fulham. „Come on you whites“ er sungið á leikjum liðsins og vildi Kotler fá sér númeraplötu með því.
Yfirvöld í Kaliforníu bönnuðu það hins vegar, sögðu „Come on you whites“ geta vera túlkað sem rasisma. Hann segir það tóma vitleysu.
,,Þetta er bara litur á treyju liðsins,“ sagði Kotler sem er ósáttur með yfirvöldin.
,,Þeir sem starfa við þetta eru annaðhvort, hálfvitar eða svakalega PC,“ sagði Kotler sem er 73 ára gamall.
Kotler er frá Bandaríkjunum en varð ástfanginn af Fulham ungur að árum eftir stutt stopp í London. Hann fékk sér að lokum annað einkanúmer sem sjá má hér að neðan. Það er með stöfum Fulham og póstnúmerinu þar sem heimavöllurinn er.