fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Rosalegar fjárhæðir sem leikmenn United tapa ef þetta tekst ekki

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. apríl 2019 09:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Manchester United eiga mikið undr þegar kemur að því að ná sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Málið snýst ekki bara um að spila á meðal þeirra bestu, heldur einnig um mikla fjármuni.

Þannig greina ensk blöð frá því að laun flestra leikmanna félagsins lækki um 25 prósent, fari liðið ekki í Meistaradeildina. United er í sjötta sæti deildarinnar en ef liðinu tekst að sækja sér 15 stig af 18 mögulegum, ætti liðið að ná inn.

25 prósent af launum leikmanna er ansi há upphæð, þannig er Paul Pogba með 300 þúsund pund á viku. Laun hans myndu þá lækka um 75 þúsund pund á viku eða rúmar 11 milljónir, 44 milljónir á mánuð og um 500 milljónir á ári.

Flestar stjörnur United eru með svona ákvæði enda er það mikið fjárhagslegt tap fyrir United að komast ekki í deild þeirra bestu.

United er áfram í Meistaradeildinni á þessari leiktíð en liðið mætir Barcelona, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum, í kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Í gær

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal