Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, var mögulega heppinn að fá ekki rautt spjald í gær í leik gegn Porto.
Liverpool vann góðan 2-0 heimasigur á þeim portúgölsku í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Salah fór ansi harkalega í Danilo Pereira, leikmann Porto í leiknum en hann fór með takkana beint í sköflunginn á miðjumanninum.
Dómari leiksins sá ekkert athugavert við brot Salah sem slapp við refsingu og fékk ekki gult spjald.
Pinto da Costa, forseti Porto þakkar guði fyrir að Salah hafi ekki fótbrotið Danilo. ,,Hann verður að þakka guði fyrir að Salah fótbraut hann ekki,“ sagði Costa.
,,Ég þakka guði fyrir að Danilo sé ekki fótbrotinn.“
Hér má sjá atvikið og dæmi nú hver fyrir sig.
Not even a yellow for Salah…#ChampionsLeague #LIVPOR pic.twitter.com/bg5waP2fo7
— Solah (@TARA_Solah) 9 April 2019