Harry Kane, leikmaður Tottenham, meiddist í kvöld er liðið mætti Manchester City í Meistaradeildinni.
Kane er einn allra mikilvægasti leikmaður Tottenham ef ekki sá mikilvægasti og fór af velli í seinni hálfleik.
Kane meiddist á ökkla eftir samstuð við Fabian Delph, leikmann City, og gat ekki haldið áfram keppni.
Eftir leikinn birtist mynd af Kane þar sem má sjá hann á hækjum yfirgefa nýjan heimavöll Tottenham.
Talað er um að tímabilið sé búið fyrir Kane en örfáir leikir eru eftir í ensku úrvalsdeildinni.
Það er gríðarlegt áfall fyrir stuðningsmenn Tottenham en liðið treystir mikið á hans mörk.
Myndina má sjá hér.