Það er ekkert leyndarmál að Gennaro Gattuso, stjóri AC Milan, var ansi harður í horn að taka sem leikmaður.
Gattuso var oft mjög villtur og skapstór á velli og á það enn til í dag að missa stjórn á skapi sínu.
Hann segir skemmtilega sögu af sjálfum sér fyrir leik gegn Manchester United í Meistaradeildinni árið 2007.
Gattuso var þá manaður af liðsfélögum sínum að borða snígil, eitthvað sem hann var til í fyrir rétta upphæð.
,,Daginn fyrir leikinn, Milan – Manchester United þá stóðum við einbeittir saman á æfingasvæðinu að hita upp,“ sagði Gattuso.
,,Það var snígill á grasinu. Þeir sögðu að ég væri ekki nógu hugrakkur til að borða hann lifandi. Ég sagði: ‘Allt í lagi, 500 evrur frá hverjum og einum og ég skal gera það.’
,,Ég vildi láta sjúkraþjálfarana fá peninginn en þeir voru á reynslu hjá félaginu. Ég tók snígilinn upp og setti hann upp í mig og kyngdi. Seinna lét ég þá fá 15 þúsund evrur.“