Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, lenti í leiðindaratviki á Spáni í morgun er hann varð fyrir bíl.
Scaloni er vanur að hjóla á milli staða í bænum El Toro þar sem hann er búsettur eftir margra ára feril á Spáni.
Þessi 40 ára gamli fyrrum leikmaður Deportivo La Coruna er ansi illa farinn í andlitinu eftir slysið og birti mynd af sér á samskiptamiðla.
Óttast var að Scaloni væri mjög illa særður eftir að fréttirnar bárust fyrst en sem betur fer slapp hann betur en í fyrstu var haldið.
Áreksturinn átti sér stað fyrir utan skóla í bænum en óvíst er hvort að bíllinn hafi verið í rétti eða ekki.
Scaloni var flottur knattspyrnumaður á sínum tíma en var ráðinn landsliðsþjálfari Argentínu á síðasta ári.
Hér má sjá myndina sem hann birti.