Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, sannfærði fyrrum leikmann liðsins, Luis Suarez, um að semja ekki við Arsenal árið 2013.
Carragher og Steven Gerrard ræddu þá við Suarez sem vildi komast burt frá Liverpool og var mjög nálægt því að ganga í raðir Arsenal.
Hann ákvað á endanum að hætta við þau skipti og var farinn til Barcelona ári seinna.
Carragher ræddi það mál vegna stöðu Eden Hazard, leikmanns Chelsea, sem er sterklega orðaður við Real Madrid.
,,Við sögðum honum að hann væri of góður fyrir Arsenal,“ sagði Carragher.
,,Við sögðum að ef hann ætlaði að fara, þá þyrfti hann að fara til Barcelona. Ég segi það sama um Eden Hazard.“
,,Bestu leikmenn heims spila fyrir Real Madrid og Barcelona og á þessum tímapunkti er Chelsea ekki á þeim stað.“