Ensk blöð fjalla um það að Fortnite, tölvuleikurinn sé ástæða þess að stórstjörnur leiti sér nú meðferðar vegna fíknar.
Enska úrvalsdeildin er þar nefnd til sögunnar og stórstjörnur úr henni eru sagðar hafa leitað sér hjálpar.
Fortnite er einn allra vinsælasti tölvuleikur sögunnar, ungir jafnt sem aldnir virðast missa tökin. Leikurinn virðist vera afar ávanabindandi.
Sunday Mirror nefnir til sögunnar þrjá leikmenn Tottenham, Harry Kane, Dele Alli og Kieran Trippier.
Þeir eru sagðir hafa spilað yfir 11 þúsund leiki á innan við tveimur árum, Alli er þar manna duglegastur.
Ekki kemur fram hvort þessir menn hafi leitað sér hjálpar, til að spila minna. Steve Pope, sér um meðferðina. Hann segist hafa fengið 50 aðila til sín sem glíma við fíkn á leiknum, hann segir 25 prósent af þeim aðilum sem komið hafa til sín, leika í ensku úrvalsdeildinni.