Watford er komið í úrslir enska bikarsins þar sem liðið mun mæta meisturum Manchester City. Watford tryggi sér sætið þar um helgina eftir ótrúlegan sigur á Wolves í undanúrslitum á Wembley.
Gerard Deulofeu var magnaður í sigri liðsins og skoraði tvennu í leiknum sem þurfti að framlengja.
Watford getur því fagnað en verkefnið gegn City verður allt annað en auðvelt.
Það setti síðan ljótan blett á leikinn þegar slagsmál brutust út að leik loknum, stuðningsmaður Wolves byrjaði með læti.
Hann fór að berja stuðningsmenn Watford sem voru fjölmennir, þeir tóku í manninn sem byrjaði með lætin. Maðurinn sem styður Wolves virtist velja sér unga menn sem náðu að stoppa hann.
Stuðningsmaður Wolves fékk mörg högg og spörk í sig en loks tókst að stoppa, þessar knattspyrnubullur.
Atvikið má sjá hér að neðan.