Átta bestu lið Evrópu mætast í Meistaradeild Evrópu í þessari viku, átta liða úrslitin hefjast í kvöld.
Áhugavert er að sjá hvernig launapakki þessara félaga er en Barcelona er í algjörum sérflokki. Félagið borgar 431 milljón punda í laun á þessari leiktíð. Þar er Lionel Messi í sérflokki.
Manchester United sem mætir Barcelona á morgun, er með tæpar 300 milljóna punda launapakka.
Liverpool og Manchester City koma þar á eftir bæði með í kringum 260 milljónir punda.
Ajax hefur náð mögnuðum árangri en félagið greiðir 47 milljónir punda í laun á þessari leiktíð, rúm tíu prósent af því sem Barcelona eyðir.