Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool hefur greint frá því að hann hafi kosið, Raheem Sterling, leikmann ársins.
Van Dijk og Sterling eru líklegastir til að vinna verðlaunin en báðir hafa átt frábært tímabil.
Það er áhugavert að Van Dijk, kjósi Sterling enda er hann ekki í neinu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool. Sterling var áður í herbúðum Liverpool en fór fram að hörku til að koamst til Manchester City.
Stuðningsmenn Liverpool nýta þannig hvert tækifæri til að baula á kauða.
,,Sterling hefur átt frábært tímabil, ég hefði líka geta valið Bernando Silva, eða aðra leikmenn hjá City,“ sagði Van DIjk.
,,Ég er bara heiðarlegur í mínu vali, Sterling hefur bætt sig mikið að mínu mati.“