Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, mun fylgjast með Masters mótinu í golfi í vikunni.
Gylfi er sjálfur mikill golfari og stundar íþróttina mikið en hann með meistaraflokks forgjöf.
Það er Englendingurinn Ian Poultier sem í uppáhaldi hjá Gylfa en hann hefur 13 sinnum tekið þátt á mótinu.
,,Ian Poulter er með þetta allt á hreinu. Stutta spilið hans hefur verið frábært í ár og af keppendum mótsins er hann einn sá besti frá teig að flöt,“ segir Gylfi en þetta kemur fram á kylfingur.is.
Gylfi verður þó upptekinn á laugardaginn er Everton heimsækir Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Poultier hefur aldrei áður unnið Masters-mótið en hans besti árangur var sjötta sætið árið 2015.