fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Lokar fyrir ummæli á Instagram vegna rasisma

Victor Pálsson
Mánudaginn 8. apríl 2019 20:10

Troy Deeney.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Troy Deeney, leikmaður Watford, þurfti að bregðast við í dag eftir ummæli sem hann las á Instagram.

Deeney lék með Watford í gær gegn Wolves í enska bikarnum og skoraði í mögnuðum 3-2 sigri.

Deeney varð fyrir kynþáttaníði á Instagram-síðu sinni eftir leikinn í gær en rasismi er gríðarlegt vandamál á Englandi þessa stundina.

Deeney var ekki sá eini sem skotin beindust að en fjölskylda hans var einnig nefnd sem er óskiljanlegt og alls ekki við hæfi.

,,Vegna atvika sem hafa átt sér stað síðustu 24 klukkutímana þá hef ég ákveðið að gera ummælin óvirk,“ sagði Deeney.

,,Fyrir mér þá er þetta ekki bara leikur – þegar þú ert með rasisma í garð mín og minnar fjölskyldu þá verð ég að taka á því svona, til að koma í veg fyrir að ungt fólk sjái þessi ummæli og haldi að þau séu eðlileg.“

Deeney og félagar eru á leið í úrslit bikarsins og munu þar mæta Englandsmeisturum Manchester City á Wembley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Isak varar stuðningsmenn við

Isak varar stuðningsmenn við
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum

Þetta er upphæðin sem Aron fær í sinn vasa eftir að hafa verið leystur undan starfsskyldum sínum