Heung-Min Son, leikmaður Tottenham, hefur orðið fyrir rasisma í ensku úrvalsdeildinni.
Son greinir sjálfur frá þessu í dag en nokkrir leikmenn hafa þurft að hlusta á ýmis óköll úr stúkunni á Englandi.
Son kemur frá Suður-Kóreu og hefur leikið með Tottenham frá árinu 2015.
,,Ég hef orðið fyrir kynþáttaníði á Englandi en það er best að sýna engin viðbrögð,“ sagði Son.
,,Við erum manneskjur að spila fótbolta. Það skiptir engu máli frá hvaða landi þú kemur.“
,,Við spilum öll sömu íþróttina. Við ættum að vernda þá sem verða fyrir rasisma og berjast saman. Það er mikilvægast.“