Milljón dollara útlit, á vel við þegar talað er um Rúrik Gíslason, landsliðsmann í knattspyrnu. Milljón á líka vel við enda er það fylgjendafjöldi Rúriks á Instagram.
Rúrik birti mynd á Instagram fyrir helgi sem segja má að hafa kveikt elda á internetinu, fólk gjörsamlega missti sig. Myndin er af Rúrik berum að ofan, þar sem hann slakar á. ,,Nei andskotinn,“ skrifaði Hannes Þór Halldórsson, markvörður karlalandsliðsins í fótbolta.
Arnar Laufdal Arnarsson, birti álíka mynd á samfélagsmiðlum og segir Rúrik hafa stolið hugmynd sinni. Mynd Arnars hefur vakið mikla lukku.
,,Djöfull getur þessi Rúrik Gíslason verið ómerkilegur. Ég birti mína mynd þremur dögum á undan honum. Varist eftirlíkingar !!!!!,“ skrifar Arnar og birtir myndina sína en einnig myndina sem Rúrik deildi.
Allt er þetta nú í gríni gert en myndirnar má sjá hér að neðan.