Nabil Fekir var mjög nálægt því að ganga í raðir Liverpool síðasta, og kannski miklu nær en flestir hafa haldið.
Fekir sem er fyrirliði Lyon vildi fara til Liverpool síðasta sumar, Lyon gaf grænt ljós á að hann myndi ræða við Liverpool. Félagið hafði samþykkt 53 milljóna punda tilboð.
,,Hann hafði staðist læknisskoðun og látið mynda sig með treyju Liverpool,“ sagði umboðsmaður Fekir en allt fór þetta fram í Rússlandi, rétt áður en HM hófst.
Þá fór Liverpool hins vegar að reyna að lækka verðmiðann á Fekir. Lyon gafst upp og sleit viðræðum en búist er við að hann fari í sumar.
Ekki er talið líklegt að Liverpool reyni aftur í sumar en önnur stórlið hafa áhuga.