fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
433Sport

Átti að verða stórstjarna en býr nú á Ísafirði: ,,Var ungur og treysti öðru fólki“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. apríl 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chronicle, staðarblaðið í Newcastle á Englandi skrifar ítarlega um Ísafjörð og þá staðreynd að vonarstjarna Englands búi þar nú. Aaron Spear er 25 ára gamall, hann átti að verða stórstjarna hjá Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Spear var 15 ára gamall þegar Newcastle keypti hann frá Plymouth, Spear var barnastjarna og greiddi Newcastle 250 þúsund pund fyrir Spear. Það er hæsta upphæð sem félagið hefur greitt fyrir ungan leikmann, tæpar 40 milljónir íslenskra króna.

Spear var sagður vera næsti Wayne Rooney, sem er einn besti knattspyrnumaður í sögu Englands. Allt það tal fór illa í Spear, sem náði ekki að höndla þessa miklu pressu.

,,Ég var bara ungur drengur, ég var með umboðsmann og það var mikið talað. Newcastle gekk langt til að fá mig,“ sagði Spear sem nú leikur í þriðju efstu deild Íslands.

Spear kom fyrst til Íslands árið 2011 og lék þá með ÍBV, hann lék einnig með Víkingi og síðan Vestra árið 2014. Eftir dvöl í Svíjóð er Spear mættur aftur til Vestra.

,,Það voru önnur félög sem vildu mig en ég valdi Newcastle, þegar ég horfi til baka, þá áttaði ég mig ekki á því hversu stórt skref þetta var. Ég hlustaði bara á fólk, sem sagði að þetta væri besta skrefið.“

Spear segir að pressan hafi gert út af við sig. ,,Það tók mig tíma að aðlagast, og líklega tókst mér það aldrei. Það er mikill munur á Plymouth og Newcastle, ég var ungur og þetta var flókið. Ég átti í vandræðum með marga hluti.“

,,Það var pressa á mér að verða næsta stjarna félagsins, Newcastle hafði borgað mikið fyrir mig. Ég vissi vel að ég var ekki með sömu hæfileika og Rooney, ég myndi aldrei gera sömu hlut og hann. Þegar þú færð svona orðspor, þá verða alltaf vonbrigði.“

Þessi ákvörðun Spear að fara til Newcastle var dýrkeypt að hans mati. ,,Ég sé eftir þessu, ferill minn var á enda áður en hann fór af stað, þetta var of stórt skref. Þegar þú ert ungur, þá treystir þú öðru fólki.“

Spear útskýrði svo af hverju hann væri á Íslandi. ,,Ég vildi alltaf skoða heiminn, umboðsmaður minn sagði mér frá Íslandi. Tímabilið er styttra hérna, ég hef tíma fyrir aðra hluti í lífinu. Ef þú spilar á Englandi, þá gerir þú lítið annað. Ég vildi það ekki lengur.“

Chronicle vekur athygli á því að Spear búi í bær þar sem um 3 þúsund íbúar eru, og að á heimaleiki Vestra, mæti aðeins nokkur hundruð manns.

 

View this post on Instagram

 

???

A post shared by Aaron Spear (@aaronspear11) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði

Við það að snúa aftur eftir mikil vonbrigði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal