fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Annar skammtur af Rússagulli á leið á Akranes? – Arnór er orðaður við Real Madrid

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. apríl 2019 09:26

Arnór lék í Meistaradeild Evrópu með CSKA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sigurðsson átti stórleik fyrir lið CSKA Moskvu um helgina sem mætti Spartak Moskvu í Rússlandi. Um var að ræða mikilvægan leik í Evrópubaráttunni en CSKA var einu stigi á undan Spartak fyrir leikinn.

Arnór reyndist of stór biti fyrir heimamenn í Spartak en hann skoraði öll mörk leiksins í sigri CSKA. Arnór skoraði tvennu fyrir CSKA snemma í síðari hálfleik sem reyndist nóg til að tryggja 2-0 sigur.

CSKA lyftir sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum og er fjórum stigum á eftir toppliði Zenit.

Arnór er 19 ára gamall en CSKA keypti hann frá Norrköping í Svíþjóð síðasta sumar. Eiríkur Jónsson, blaðamaðurnn reyndi fjallar um sögu Arnórs á vef sínum. Arnór ólst upp á Akranesi en samkvæmt Eiríki þá fékk ÍA 50 milljónir króna, þegar Arnór var keyptur til Rússlands.

Skagamenn gætu svo fengið aðrar 50 milljónir í sumar ef marka má frétt Eiríks. ,,Mörg félög á meginlandinu fylgjast náið með Arnóri sem ku verða verðlagður á 1 milljarð og það myndi þýða að Skagamenn fengu 50 milljónir til viðbótar. Heimildir herma að lið eins og Real Madrid og Valencia á Spáni og Napolí og Atalanta á Ítalíu muni berjast um Arnór,“ skrifar Eiríkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Klefinn klofinn vegna Isak – Liðsfélagi sagður hafa skotið á hann

Klefinn klofinn vegna Isak – Liðsfélagi sagður hafa skotið á hann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Í gær

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið