Gylfi Þór Sigurðsson lék í sigri Everton í dag en liðið mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Okkar maður lék 90 mínútur í sigrinum á Goodison Park en Everton vann leikinn með einu marki gegn engu.
Heimamenn voru sterkari aðilinn og áttu alls 23 marktilraunir að marki gestanna.
Gylfi var duglegur fyrir framan markið og átti sjö skot að marki Arsenal en inn vildi boltinn ekki.
Það var jafn mikið og allt lið Arsenal náði í leiknum og er því óhætt að segja að sigurinn hafi verið verðskuldaður.
Ekki nóg með það heldur skapaði Gylfi fjögur færi fyrir liðsfélaga sína sem var meira en nokkur annar leikmaður.