Miðjumaðurinn Felipe Martins var fúll á föstudaginn er hann lék með Vancouver Whitecaps í bandarísku MLS-deildinni.
Vancouver spilaði við LA Galaxy á heimavelli en þurfti að lokum að sætta sig við 2-0 tap.
Stuðningsmenn Vancouver voru mikið í því að klappa fyrir Zlatan Ibrahimovic, leikmanni Galaxy í leiknum.
Zlatan er ein af goðsögnum knattspyrnunnar og lék með ófáum stórliðum á mjög glæstum ferli.
Martins segir að það sé sorglegt hvernig stuðning Zlatan fékk um helgina og að það eigi ekki að gerast að stuðningsmenn klappi fyrir eða hvetji mótherja áfram.
,,Þetta er frekar sorglegt því þeir klöppuðu fyrir honum frekar en okkur,“ sagði Martins
,,Við erum að spila á heimavelli, það skiptir engu máli hver kemrur hingað. Þeir verða að mæta til að styðja okkur og ekki mótherjana, þannig á það að vera.“