fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Blaðakonan kemur í veg fyrir allan misskilning – Útskýrir af hverju þeir löbbuðu burt í gær

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. apríl 2019 18:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir knattspyrnuaðdáendur voru undrandi í gær eftir atvik sem kom upp á St. Mary’s, heimavelli Southampton.

Liverpool vann þar 3-1 sigur á heimamönnum og tryggði sér um leið toppsætið.

Það voru þeir Jamie Carragher og Gary Neville sem sáu um að ræða leikinn á Sky Sports eftir lokaflautið.

Þeir tveir eru góðir félagar og hafa nú í nokkur ár séð um að fara yfir helstu atvik úrvalsdeildarinnar.

Eftir leikinn fengu tvímenningarnir spurningu frá blaðakonu Sky, Kelly Cates, sem stóð á vellinum ásamt þeim félögum.

Eftir að hún hafði spurt spurninguna þá löbbuðu Carragher og Neville burt og ræddu málið sín á milli frekar en að ræða við Cates.

Cates hefur nú komið í veg fyrir allan misskilning og segir að þeir hafi aðeins verið á leið að taka viðtal við Ralph Hasenhuttl, stjóra Southampton.

,,Þeir voru að fara taka viðtal við Hasenhuttl í leikmannagöngunum. Það hefði verið skrítið hefðu þeir labbað þangað án þess að hafa eitthvað að segja á leiðinni!“ sagði Cates.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið