fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Ólafur var einmanna og treysti á MSN: ,,Ekki þessi glamúr sem maður á von á“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 6. apríl 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur hefur hafið göngu sína en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Rætt verður um fótbolta við áhugaverða gesti í vetur, farið verður um víðan völl.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Ólafur Ingi Skúlason sem er 35 ára gamall en hann hefur átt magnaðan feril, byrjaði hann með Fylki en hélt síðan til Arsenal.

Eftir fjögur ár með Arsenal tóku við erfiðir tímar, sleit krossband og óvissa tók við. Ólafur er með einstakt hugarfar sem gerði það að verkum að hann átti 18 ára feril í atvinnumennsku. Ólafur er mættur aftur heim en hann fer yfir feril sinn í þessu áhugaverða viðtali.

Ólafur var efnilegur leikmaður á sínum tíma og var á mála hjá stórliði Arsenal á Englandi frá 2001 til 2005.

Ólafur var þó ekki hluti af aðalliði félagsins heldur var í akademíunni og spilaði leiki með varaliðinu.

Hann segist hafa verið mjög einmanna í London á þessum tíma en það er aldrei auðvelt fyrir unglinga að flytja burt að heiman til að elta drauminn.

,,Á þessum tíma, þetta var aðeins öðruvísi. Það var ekki þetta social media og þetta dót. MSN var aðal dæmið til að skrifast á milli og ég var meira og minna frekar einmanna,“ sagði Ólafur.

,,Ég gerði ekki mikið, auðvitað fórum við stundum í bíó og gerðum eitthvað strákarnir inni á milli en heilt yfir þá var maður mikið einn og þetta var kannski ekki þessi glamúr sem maður átti von á.“

Ólafur fékk svo tækifæri á að snúa heim til Fylkis á láni árið 2003 og segir að það hafi hjálpað sér gríðarlega.

,,Það herti mann en ég man alveg eftir að þegar ég kom heim árið 2003 á láni, fram að því að ég fer og tala við þá í febrúar 2003 þá fann ég að ég var að verða andlega þungur og fannst erfitt að eiga við þetta.“

,,Ég fann að ég þurfti að breyta til og komast aðeins heim bara. Ég var með heimþrá í rauninni. Félagarnir voru allir í MS í góðum gír og maður var utan skóla í MS að reyna að hanga þar einhvern veginn. Svo æfði maður og þess á milli var maður einn.“

,,Ég var mjög þakklátur með að koma heim á láni. Það hjálpaði mér mjög mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið