Leikmenn Chelsea, gerðu sér glaðan dag í gær og skelltu sér á tónleika með hinum afar vinsæla, Drake. Tónleikarnir fóru fram í 02 höllinni í London.
Eftir tónleikana skelltu margir leikmenn félagsins sér á Raffles Club, næturklúbb sem staðsettur er í Vestur-London.
Flestir leikmenn liðsins skelltu sér heim á milli 01 og 02 um nóttina en Ross Barkley keyrði hlutina alla leið, hann yfirgaf næturklúbbinn klukkan 05 í nótt.
Það sem vakti þó mesta athygli blaða á Englandi er að Danny Drinkwater, miðjumaður Chelsea yfirgaf næturklúbbinn með tveimur konum. Trekantur hjá leikmanni Chelsea?
Það er ekki víst að Maurizio Sarri, stjóri Chelsea verði neitt sérstaklega sáttur með að hans menn séu að hella vel í sig, þegar miklvægir leikir eru á næstunni.