fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Getur ekki beðið eftir því að hætta: Ógeðslegt kynþáttaníð – Refsingin sú sama og eitt kvöld í London

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. apríl 2019 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Rose, bakvörður enska landsliðsins og Tottenham hefur fengið nóg, hann hefur fengið nóg af því að kynþáttafordómar fái að lifa góðu lífi í knattspyrnuheiminum. Dökkir knattspyrnumenn hafa á síðustu vikum og mánuðum mátt þola mikið ofbeldi, eitthvað sem flestir vonuðust að væri á enda.

Rose og aðrir dökkir knattspyrnumenn í Englandi hafa fengið mikið meira en nóg af því hvernig UEFA og aðrir aðilar taka á málum.

,,Ég hef fengið nóg, þessa stundina hugsa ég bara um það, að ég á fimm eða sex ár eftir í fótbolta. Ég get ekki beðið eftir því að hætta,“ sagði Rose.

,,Þegar ég sé hvernig leiknum er stjórnað þessa dagana, þá vil ég bara losna út.“

,,Svona líður mér, ég ætla að reyna að njóta fótboltans síðustu árin, eins mikið og ég get. Það er svo mikil pólitík. Ég get ekki beðið eftir að losna út.“

Rose og aðrir dökkir leikmenn Englands fengu að finna fyrir fordómum í Svartfjallalandi á dögunum, hann var meðvitaður um að þetta gæti komið upp.

,,Ég taldi góðar líkur á að þetta myndi gerast aftur, ég var undir þetta búinn. Ég hafði upplifað sömu aðstæður í Serbíu.“

,,Þetta er sorglegt, þegar þjóðir fá sekt sem er svipuð upphæð og ég eyði á einu kvöldi í London, við hverju býst fólk? Þegar þetta er nánast ekki nein refsing, við hverju býst fólk?.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið