fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Áframhaldandi sársauki í Bítlaborginni?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 5. apríl 2019 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svakaleg barátta á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en stuðningsmenn Liverpool láta sig dreyma um að 29 ára þrautaganga taki nú enda. Í bláa hluta Manchester er hins vegar Manchester City, sem gefur ekkert eftir. Nú þegar sex umferðir eru eftir er Manchester City á toppi deildarinnar með 80 stig en Liverpool með stigi minna í öðru sæti. Í venjulegu árferði væri Liverpool að leika sér að deildinni, en lið City er einstakt.

Hvar geta hlutirnir farið úrskeiðis?
Stuðningsmenn Liverpool horfa jafn mikið á leikina hjá sínu liði eins og hjá City, þeir vona að City misstígi sig og þá helst gegn Manchester United á útivelli, einnig gæti Tottenham gert eitthvað á Ethiad-vellinum. Segja má að erfiðasta verkefni Liverpool komi til nú um helgina gegn Southampton, á útivelli. Liðið fær einnig Chelsea í heimsókn, en lið Chelsea er vægast sagt hræðilegt á útivelli. Veðbankar telja að líkurnar á því að Liverpool vinni deildina séu ekki mjög miklar, liðið hefur ekki unnið deildina í 29 ár og gæti þurft að bíða enn lengur.

Leikir Liverpool:
5. apríl Southampton (Útivelli)
14. apríl Chelsea (Heimavelli)
21. apríl Cardiff (Útivelli)
26. apríl Huddersfield (Heimavelli)
4. maí Newcastle (Útivelli)
12. maí Wolves (Heimavelli)

Leikir Manchester City:
14. apríl Crystal Palace (Útivelli)
20. apríl Tottenham (Heimavelli)
24. apríl Manchester United (Útivelli)
28. apríl Burnley (Útivelli)
4. apríl Leicester (Heimavelli)
12. apríl Brighton (Útivelli)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið