fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Solskjær tók upp reiknivélina: Þetta er stigafjöldinn sem United þarf

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. apríl 2019 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United tapaði mikilvægum stigum í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Wolves.

United komst yfir snemma leiks er Scott McTominay skoraði með fínu skoti fyrir utan teig á 13. mínútu. Diogo Jota jafnaði svo metin fyrir Wolves á 25. mínútu og var staðan jöfn eftir fyrri hálfleikinn.

Það var svo Chris Smalling sem skoraði síðasta markið á Molineux en hann varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 77. mínútu. United spilaði með tíu menn lengi vel í seinni hálfleik en Ashley Young fékk rautt spjald á 57. mínútu og var rekinn af velli.

Tapið gerir United erfiðara fyrir að ná Meistaradeildarsæti, þar sem fjögur lið berjast um tvö sæti.

Solskjær hefur tekið upp reiknivélina og heimtar 15 stig úr sex síðustu leikjunum. ,,Ég talaði um 18 stig fyrir átta síðustu leikina. Við náðum þremur stigum gegn Watford,“ sagði Solskjær.

,,Núna þurfum við fimmtán stig úr síðustu sex leikjunum, við getum því ekki misstígið okkur mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar

Sögusagnir um að Ramos snúi aftur – Gæti tekið þátt í að lægja öldurnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá