fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

,,Svarti skítur, drullaðu þér aftur heim“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynþáttaníð er eitt af stóru vandamálunum sem knattspyrnuheimurinn glímir við, þrátt fyrir mikla fræðslu og baráttu gegn slíkum fordómum, lifa þeir enn.

Yaya Toure er frá Fílabeinsströndinni og hefur átt magnaðan feril, hann segist hafa ungur upplifað slíka fordóma.

Toure lék þá með Metalurh Donetsk, þegar hann var í kringum tvítugt og viðbjóðurinn sem hann mátti þola, var að brjóta hann andlega.

,,Mér fann ég vera niðurlægður, ég varð síðan reiður. Apahljóðin voru það versta,“ sagði Toure þegar hann rifjaði upp málið.

Toure er að ræða þessi mál mikið þessa dagana, til að vekja athygli á vandamálinu sem lifir enn.

,,Ég varð að venjast þessu, ég man eftir því þegar það var sungið ´Svarti skítur, svarti skítur, drullaðu þér aftur heim.“

,,Þetta var mjög erfitt, ég varð að reyna að halda áfram. Í hverjum leik, kom þetta upp og stundum voru þetta stuðningsmenn liðsins sem ég lék fyrir.“

Yaya var alveg bugaður og leitaði ráða hjá föður sínum. ,,Hann sagði mér að halda áfram, ég yrði að vera sterkur. Hann vildi ekki að þetta hefði áhrif á mig en hann vissi ekki hversu illa mér leið, yfir þessu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag krækir í öflugan leikmann frá Manchester City

Ten Hag krækir í öflugan leikmann frá Manchester City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku