fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Þetta eru milljarðamæringar fótboltans: Þessir fá best borgað

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun knattspyrnumanna geta verið ansi góð en Lionel Messi er í sérflokki þegar kemur að launum í dag. Messi fær 130 milljónir evra frá Barcelona á ári, fyrir skatt.

Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus kemur þar á eftir með 113 milljónir evra. Þessir tveir bestu leikmenn í heimi eru þeir einu, sem þéna yfir 100 mlljónir evra á ári.

Neymar sem er dýrasti knattspyrnumaður sögunnar, fær rúmar 90 milljónir evra á ári frá PSG.

Athygli vekur að gríðarlegt stökk er niður í fjórða sætið þar sem Antoine Griezmann er, hann þénar 44 milljónir evra á ári. Það þætti ekki merkilegt í bókum Messi og Ronaldo.

Alexis Sanchez leikmaður Manchester United, er launahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar með 30 milljónir evra á ári.

Barcelona er að borga hæstu launin í boltanum í dag ef miðað við hversu marga leikmenn félagið á, á meðal þeirra launahæstu.

Diego Simeone er svo launahæsti þjálfari í heimi en Jose Mourinho sem fær áfram greitt frá Manchester United er í öðru sæti.

Thierry Henry sem var svo rekinn frá Monaco eftir stutt stopp þénar hressilega. Það var France Football sem tók saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag krækir í öflugan leikmann frá Manchester City

Ten Hag krækir í öflugan leikmann frá Manchester City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku