fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Konan hans var niðurlægð: Það var ástæða fyrir því stjarna Englands fór að slást

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Pickford, markmaður Everton, skellti sér aðeins út á lífið um helgina eftir leik liðsins við West Ham. Pickford er uppalinn hjá Sunderland og hann sneri aftur þangað og skemmti sér með vinum sínum. Markmaðurinn lenti þó í vandræðum fyrir utan skemmtistað en þar áttu sér stað ansi harkaleg slagsmál. Ekki er ljóst hvernig þessi slagsmál byrjuðu en myndband af þeim hefur verið birt á netið.

Lögreglan í Sunderland er með málið til rannsóknar en ensk blöð fjalla miki um málið, enda er Pickford fremsti markvörður Englands í dag og stendur vaktina í landsliðinu. Lögreglan var kölluð á vettvang eftir að höggin fengu að fljúga en dyravörður er sagður vera með glóðarauga, eftir tvö högg frá Pickford.

Ensk blöð segja að Pickford hafi verið búinn að drekka allan daginn, hann hafði verið að horfa á sitt gamla félag spila á bar.

,,Jordan hagaði sér eins og fífl,“ sagði einn aðili sem var á svæðinu og horfði á Pickford í slagsmálum. Vinir hans náðu að draga hann í burtu áður en lögreglan kom á svæðið.

,,Hann hafði verið á River Bar fyrr um daginn, labbaði þar um eins og spaði, keyrði upp og niður götuna á Lamborghini bifreið sinni.“

,,Hann var með um tíu einstaklingum, þeir náðu að draga hann burt og skutla honum í leigubíl.“

Nú segja ensk blöð að ástæða þess að Pickford hafi sturlast, sé vegna þess að kona hans var niðurlægð. Stuðningsmenn Newcastle höfðu verið að bauna á Pickford, sem lét ekkert á sig fá. Það var hins vegar þegar kona hans fékk að heyra það, að hann sturlaðist og slagsmálin fóru á flug.

Eiginkona hans hafði mætt á skemmtistaðinn en Pickford varð reiður, þegar hún fékk fúkyrði yfir sig.

Pickford spilar mikilvægt hlutverk í liði Everton þar sem Gylfi Þór Sigurðsson er fastamaður á miðjunni.

Þeir léku báðir með liði Everton á laugardaginn er liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á West Ham.

Hér má sjá myndband af slagsmálunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ten Hag krækir í öflugan leikmann frá Manchester City

Ten Hag krækir í öflugan leikmann frá Manchester City
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið

Rifti samningi fyrir helgi en er mættur í viðræður við nýtt lið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?

Hjörvar greip um andlit sitt vegna umdeildra ummæla Gunnars – Gæti hann þó hafa hitt naglann á höfuðið?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku

Leita að framherja vegna alvarlegra meiðsla Lukaku