Celtic vann Rangers í baráttunni um Glasgow, í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þannig er celtic skrefi nær að vinna deildina.
Stuðningsmenn liðanna eiga oftar en ekki í hörðum deilum og lætin í borginni í gær, voru mikil.
Þannig héldu leikar áfram að leik loknum, stuðningsmenn færðu sig í miðborgina þar sem mikil lætu brutust út.
Allt byrjaði þetta fyrir utan krá í miðborginni, þar sem stólum var kastað og harkaleg slagsmál voru í kjölfarið.
Þetta endaði með því að þrír karlmenn voru stungnir. Þeir voru færðir á sjúkrahús, einn var alvarlega slasaður.
Svona óeirðir setja ljótan blett á leikinn fagra en Celtic hefur verið eina stórveldið í skoska boltanum síðustu ár.
Myndir af þessu má sjá hér að neðan.