

Ansi skondið atvik átti sér stað í Barein í dag þar sem kappakstur í Formúlu 1 fór fram.
David Beckham, fyrrum leikmaður Manchester United, var staddur þar ásamt góðvinum sínum.
Leikstjórinn Guy Ritchie var með Beckham í för sem og ríkasti maður Íslands, Björgólfur Thor Björgólfsson.
Blaðamaður Sky Sports vildi fá að ræða stutt við Ritchie sem leikstýrði kvikmyndum á borð við Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch.
Hann gekk hins vegar að röngum manni og byrjaði að ræða við Björgólf sem hafði þó gaman að.
,,Hann er þarna!“ sagði Björgólfur við blaðamanninn sem ruglaðist á skeggjum eins og hann orðaði það.
Björgólfur, Beckham og Ritchie eru allir mjög góðir félagar og hafa ferðast saman á ýmsa staði í gegnum tíðina.
Myndband af þessu má sjá hér.
Whoops. Not Guy Ritchie. #F1 #BahrainGP pic.twitter.com/yTOmeKOGlp
— Matt Archuleta (@indy44) 31 March 2019