Neil Warnock, stjóri Cardiff í ensku úrvalsdeildinni, sturlaðist í dag er hann sá sína menn spila við Chelsea.
Cardiff er í harðri fallbaráttu og var með 1-0 forystu gegn Chelsea er sex mínútur voru eftir af leiknum.
Cesar Azpilicueta skoraði þá jöfnunarmark fyrir Chelsea með skalla eftir hornspyrnu en markið átti aldrei að standa.
Spánverjinn var vel rangstæður áður en hann skallaði boltann í netið, eitthvað sem Warnock fékk að heyra.
Stuttu eftir mark Chelsea hefði mátt gefa Antonio Rudiger hjá Chelsea rautt spjald fyrir að brjóta á síðasta manni.
Warnock algjörlega missti sig eftir þessa frammistöðu dómarana og öskraði einnig á Maurizio Sarri, stjóra Chelsea.
Þetta má sjá hér.
? Neil Warnock is not happy
? Watch now live on Sky Sports PL or follow here: https://t.co/jbI7BWlKx1 pic.twitter.com/00Zkfx7ZMw
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) 31 March 2019