

Cesar Azpilicueta skoraði mark fyrir lið Chelsea í dag sem mætti Cardiff í ensku úrvalsdeildinni.
Azpilicueta jafnaði metin fyrir Chelsea í 1-1 í Wales í dag en Victor Camarasa hafði komið heimamönnum yfir.
Fyrirliði Chelsea skoraði með skalla eftir hornspyrnu en Marcos Alonso náði að skalla knöttinn inn í teig og þar var Azpilicueta mættur til að koma boltanum í netið.
Markið átti hins vegar aldrei að standa en Azpilicueta var langt fyrir innan og var vel rangstæður.
,,Hahahahahahahaha!!! Hva er Stevie Wonder orðinn aðstoðardómari í PL???? Hvaða grín er þetta!!“ skrifar knattspyrnulýsandinn Rikki G á meðal annars á Twitter.
Ljóst er að Chelsea slapp heldur í leik dagsins en Ruben Loftus-Cheek skoraði svo sigurmark liðsins í uppbótartíma.
Hér má sjá hversu langt Azpilicueta var fyrir innan.
