fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Solskjær er ekki vinsæll hjá öllum: ,,Leið aldrei eins og hann hefði stjórn á leikmönnunum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. mars 2019 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er gríðarlega vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins í dag.

Norðmaðurinn var ráðinn endanlegur stjóri liðsins á dögunum og skrifaði undir þriggja ára samning.

Hann stýrði áður liði Cardiff í úrvalsdeildinni árið 2014 en entist ekki lengi áður en hann fékk sparkið.

Tommy Smith lék þá með Cardiff en hann hefur ekki marga góða hluti að segja um Solskjær sem var umdeildur á þessum tíma.

,,Mér leið aldrei eins og hann hefði góða stjórn á sínum leikmönnum,“ sagði Smith.

,,Hann er vinalegur maður og kom inn í búningsklefann þarna, það hefur bara virkað fyrir hann.“

,,Í fyrstu kom mér það á óvart að hann hefði verið ráðinn út tímabilið. Miðað við það sem ég sá hjá Cardiff, hann var í vandræðum. Ég bjóst ekki við að þetta myndi virka.“

,,Ég var örugglega sá sem gagnrýndi hann mest. Hann tók að sér mikið hjá Cardiff.“

,,Við vorum í vandræðum á botni úrvalsdeildarinnar og það er alltaf erfitt að koma inn þegar staðan er þannig.“

,,Við vorum örugglega í verri gæðaflokki en hann var vanur. Hann gerði ekki vel á markaðnum og það er örugglega ástæðan fyrir því að hann var rekinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool