fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Svona vill Klopp losa okkur við fíflin

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 29. mars 2019 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því miður þarf knattspyrnufólk, líkt og annað fólk að þola fordóma enn þann í dag. Þrátt fyrir að allir séu vel upplýstir, eru fífl sem skemma hlutina.

Þannig hefur það aukist ef eitthvað er að dökkir knattspyrnumenn, þurfi að þola kynþáttafordóma í vinnu sinni.

Í Svartfjallalandi í vikunni máttu dökkir landsliðsmenn Englands þola mikið, köllin úr stúkunni voru reglulega.

,,Við verðum að stöðva leikinn bara, við verðum að koma því til skila að þetta er ekki í boði,“ sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool um vandamálið.

,,Þetta hefur komið upp á síðustu vikum, ekki bara kynþáttaníð, heldur einnig fólk að hlaupa inn á völlinn. Þetta er ekki gaman, við verðum að stöðva þetta.“

Klopp segir að hann myndi taka alla sína leikmenn af velli ef þetta myndi heyrast augljóslega.

,,Það er auðvitað erfitt fyrir mig að heyra svona á vellinum, ef þetta eru bara tveir eða þrír einstaklingar.“

,,Ef öll stúkan væri með svona fordóma, þá tæki ég liðið 100 prósent af velli. Við verðum að finna lausn til að refsa þessum fíflum, losna við þá úr leiknum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umfangsmikið verkefni KSÍ

Umfangsmikið verkefni KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins

Emery vill sjóðheitan sóknarmann eftir dapurt gengi Watkins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Í gær

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar

Vill að Greenwood fái annað tækifæri þrátt fyrir gjörðir sínar
433Sport
Í gær

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni

Virtur miðill segir 11 milljarða tilboð á leiðinni