Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, er að flytja til Englands endanlega en hann hefur gert þriggja ára samning við félagið.
Solskjær tók við United í desember og gerði þá samning út tímabilið. Eftir gott gengi fær hann að vera áfram næstu þrjú árin.
Talað var um að Solskjær myndi flytja aftur í húsið sem hann bjó í er hann spilaði með United.
Hann hefur undanfarið búið á Lowry hótelinu í Manchester en Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, leigir húsnæði hans.
Solskjær neitar því að hann muni sparka Van Dijk út og fær Hollendingurinn enn að búa í húsinu,.
,,Nei ég hef ekki sagt honum að fara. Við erum með samning okkar á milli,” sagði Solskjær.