Claude Makelele var frábær miðjumaður á sínum tíma og lék með liðum á borð við Chelsea og Real Madrid.
Makelele þurfti nokkrum sinnum að mæta Barcelona á sínum ferli og þar á meðal með Chelsea í Meistaradeildinni.
Þar mætti hann fyrrum besta leikmanni heims, Ronaldinho sem var magnaður á boltanum.
Makelele ræddi við fyrrum samherja sinn William Gallas hjá RMC Sport og talar um einvígið við Ronaldinho.
Frakkinn hótaði á meðal annars að senda Ronaldinho á spítala en hann var alveg kominn með nóg af brögðum töframannsins sem var oft óstöðvandi.
,,Ég væri frekar til í að þú myndir reyna að komast almennilega framhjá mér,” sagði Makelele við Ronaldinho.
,,En öll þessi PlayStation brögð sem þú notar. Ég mun senda þig á spítala! – Hvað gerði hann? Hann lét mig fá boltann og baðst afsökunar.”