Eins og flestir vita gerði Ole Gunnar Solskjær samning við Manchester United í dag til þriggja ára.
Solskjær var ráðinn út tímabilið í desember en eftir gott gengi þá fær hann að taka endanlega við.
Hann mun því flytja aftur til Englands en Solskjær hefur undanfarin ár búið í heimalandinu Noregi.
Talað er nú um það að dóttir Solskjær, Karna, muni einnig gera samning við kvennalið United.
Karna hefur spilað knattspyrnu í Noregi en neyðist nú til að flytja ásamt pabba sínum til Englands.
Karna er 15 ára gömul og mun samkvæmt fregnum ytra gera samning við kvennaliðið á Old Trafford.