Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, getur talað spænsku segir liðsfélagi hans hjá félaginu Alvaro Odriozola.
Bale var ásakaður um það í síðasta mánuði að tala ekki tungumálið þrátt fyrir sex ára dvöl í Madríd.
Hann er sagður hafa lagt enga vinnu í það að læra málið svo hann geti talað og rætt við liðsfélaga sína almennilega.
,,Hann lítur vel út að mínu mati. Hann spilaði vel gegn Celta, lagði sig fram og sýndi metnað,” sagði Odriozola.
,,Hann kann spænsku fullkomlega. Eina vandamálið er að hann er of feiminn til að tala hana, það er eðlilegt að mínu mati.”
,,Ég tala bara við hann á spænsku og ensku og það eru engin vandamál þar.”