Ole Gunnar Solskjær var í dag ráðinn endanlegur stjóri Manchester United til næstu þriggja ára.
Solskjær tók við United í desember af Jose Mourinho en hann hafði áður stýrt liði Molde í Noregi.
Molde var þar að missa öflugan þjálfara en Norðmaðurinn náði góðum árangri með liðið.
Það er þó enginn reiði hjá fyrrum félagi Solskjær enda skiljanlegt skref í mun stærri deild.
Molde þakkaði Solskjær fyrir vel unnin störfa á Twitter eftir tilkynningu United í dag.
,,Molde vill þakka Ole Gunar Solskjær fyrir vel unnin störf hjá Molde og við óskum honum góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur!” skrifaði félagið.
Molde Fotballklubb takker Ole Gunnar Solskjær for innsatsen han har gjort for MFK, og ønsker ham lykke til videre! pic.twitter.com/IZuuA8FrSw
— Molde Fotballklubb (@Molde_FK) 28 March 2019