Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður, var í gær sagður í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið Djurgarden. Fótbolti.net sagði frá þessu í gær en Kolbeinn er án félags eftir að hafa yfirgefið lið Nantes í Frakklandi.
Nú segja sænskir miðlar hins vegar að Kolbeinn sé að ganga í raðir AIK, sem varð sænskur meistari á síðustu leiktíð. Sagt er að Kolbeinn skrifi undir á næstu 24 klukkustundum.
Kolbeinn hefur lítið spilað undanfarna mánuði en hann var í kuldanum hjá Nantes og fékk engar mínútur. Hann rifti samningi sínum þar á dögunum.
Kolbeinn er 29 ára gamall en sænska úrvalsdeildin er að hefjast á ný og er spilað um næstu helgi.
Fréttirnar virtust hins vegar koma Djurgarden á óvart. ,,Ég get ekkert sagt, þetta eru nýjar fréttir í mínum bókum,“ sagði Bosse Andersson, yfirmaður knattspyrnumála hjá Djurgarden en nú er ljóst að Kolbeinn gengur í raðir AIK.