Það kom flatt upp á marga af heyra af því í morgun að starfsemi WOW air hefði verið stöðvuð. Í gær leit það þannig út að fjárhagsleg endurskipulagning WOW væri á lokametrunum.
Það sem felldi WOW air var 300 milljóna króna skuld við Air Lease Corporation (ALC), stærsta leigusala WOW air. sem greiðast átti fyrir miðnætti í gær, samkvæmt heimildum Markaðarins. Því voru sjö vélar WOW kyrrsettar, með augljósum afleiðingum.
Greint hafði verið frá því að meirihluti skuldabréfaeigenda og annarra kröfuhafa hafi samþykkt að breyta skuldum sínum í hlutafé og þá var fullyrt að tilraun til að fá inn um fimm milljarða króna í nýtt hlutafé væri á lokametrunum. Heimildir herma að ákveðin bjartsýni hafi ríkt hjá starfsfólki eftir tíðindi gærdagsins.
Ekki eru allir sem átta sig á því hvert nákvmælega ástandið er og aðrir átta sig ekki á því hvaða afleðingar þetta mun hafa.
Gísli Eyjólfsson, atvinnumaður í knattspyrnu hjá Mjallby í Svíþjóð ætlar að bíða eftir Krakkafréttum á RÚV til að fá botn í málið.
,,Get ekki beðið eftir Krakkafréttum í kvöld til þess að skilja hvað er í gangi,“ sagði Gísli á Twitter en hann og fleiri munu átta sig betur á málum, þegar málið er útskýrt á krakkamáli.
Get ekki beðið eftir Krakkafréttum í kvöld til þess að skilja hvað er í gangi.
— Gisli Eyjolfsson (@gislieyjolfs11) March 28, 2019