Manchester United hefur staðfest ráðningu sína á Ole Gunnar Solskjær til framtíðar.
Solskjær tók við United í desember eftir að Jose Mourinho var rekinn. Solskjær gerir samning til þriggja ára en áður var hann þjálfari Molde. Solsjær mun þéna miklu minna en Mourinho gerði.
Þannig segja ensk blöð að Solskjær fái 7 milljónir punda í föst laun á ári. Það er ekki mikð fyrir stjóra stórliðs. Mourinho fékk 18 milljónir punda á ári, hann hafði sannað sig á öðrum stöðum á meðan Solskjær er óskrifað blað.
Solskjær gæti hreinsað út leikmenn í sumar til að fá ný blóð inn, Sky Sports tók saman fimm leikmenn sem þurfa að sanna sig.
Alexis Sanchez
Fred
Juan Mata
Chris Smalling
Eric Bailly