Manchester United hefur staðfest ráðningu sína á Ole Gunnar Solskjær til framtíðar.
Solskjær tók við United í desember eftir að Jose Mourinho var rekinn. Solskjær gerir samning til þriggja ára en áður var hann þjálfari Molde. Solsjær mun þéna miklu minna en Mourinho gerði.
Þannig segja ensk blöð að Solskjær fái 7 milljónir punda í föst laun á ári. Það er ekki mikð fyrir stjóra stórliðs. Mourinho fékk 18 milljónir punda á ári, hann hafði sannað sig á öðrum stöðum á meðan Solskjær er óskrifað blað.
Solskjær byggði sér hús í Manchester árið 2007 þegar hann var leikmaður félagsins, það hafði verið í útleigu síðustu ár. Virgil van Dijk, stjarna Liverpool hefur leigt húsið síðasta árið.
Nú er ljóst að fjölskylda Solskjær mun flytja tl Englands og ætlar hann að segja upp leigusamningi Van Dijk og flytja inn í húsnæð sitt. Húsið er í úthverfi Manchester.
,,Það verður breyting sem við erum spennt fyrir, núna flytur fjölskyldan til Englands,“ sagði Solskjær.
,,Við byrjuðum að byggja húsið árið 2007 og árið 2019 getum við loks flutt inn í það.“