Manchester United er að undrbúa innrás á enskan leikmannamarkað í sumar ef marka má fréttir dagsins. Ensk blöð segja að Ole Gunnar Solsjær vilji versla þrjá enska landsliðsmenn í sumar.
Solskjær var í dag ráðinn stjóri United til næstu þriggja ára, og hann gæti byrjað á að kaupa Jadon Sancho kantmann Dortmund.
Sancho er 18 ára gamall en hann gæti kostað allt að 100 milljónir punda.
Solskjær er sagður hrifinn af Declan Rice miðjumanni West Ham sem lék sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið í vikunni.
Loks er Solskjær sagður spenntur fyrir Aaron Wan-Bissaka hægri bakverði Crystal Palace.
United hefur verið besta lið ensku úrvalsdeildarinnar, frá því að Solskjær tók við í desember. Liðið hefur safnað 32 stigum, stigi meira en Liverpool, Liverpool hefur leikið leik meira.
Solskjær er að berjast við það að ná Meistaradeildarsæti, það er mikilvægt fyrir komandi tímabil og leikmannakaup.
Tölfræði um þetta er hér að neðan.