fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Liverpool handtekinn fyrir að ráðast á eldri konu: ,,Veistu ekki hver ég er?“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Welsh, fyrrum leikmaður Liverpool á Englandi, var handtekinn á síðasta ári en the Liverpool Echo greinir frá í kvöld.

Welsh er 35 ára gamall í dag en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Preston frá 2012 til 2018 og var á meðal fyrirliði liðsins.

Hann er uppalinn hjá Liverpool og lék fjóra deildarleiki fyrir félagið frá 2001 til 2006 áður en hann samdi við Hull.

Welsh fór út á lífið í Liverpool með bræðrum sínum í mars á síðasta ári og réðst þar á eldri konu sem beið eftir leigubíl ásamt eiginmanni sínum.

Welsh er þriggja barna faðir en atvikið átti sér stað klukkan fjögur um nótt er hann var undir áhrifum áfengis.

,,Passaðu hvar þú labbar feita belja,” sagði Welsh við konuna sem starfar sem ökukennari. Hún ku ekki hafa ögrað Welsh á neinn hátt.

,,Ég má gera það sem ég vil andskotinn hafi það. Veistu ekki hver ég er?” bætti Welsh við áður en hann hótaði að finna út hvar hjónin ættu heima.

Eiginmaður konunnar blandaði sér svo í málið og brutust út slagsmál sem endaði með því að Welsh sparkaði í konuna sem féll til jarðar.

Hún hringdi í lögregluna um leið og var Welsh handtekinn á staðnum. Hann var dæmdur í 15 mánaða skilorðsbundið fangelsi í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum

Amorim viðurkennir að hann sé að stela hugmyndum frá öðrum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum

Kennir enska sambandinu um rauða spjaldið gegn Liverpool – Fékk enga meðferð frá sálfræðingum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær

Fékk ekki fyrirsagnirnar en var besti maður vallarins í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð

Hraunar yfir Slot og sakar hann um að svíkja loforð
433Sport
Í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær
433Sport
Í gær

Áhugavert nafn orðað við Liverpool

Áhugavert nafn orðað við Liverpool