fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
433Sport

Plús og mínus eftir slæmt tap í Frakkland: Létu berja sig niður í jörðina

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. mars 2019 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá París:

Íslenska landsliðið átti ekki séns, þegar liðið heimsótti besta lið í heimi, Frakkland í undankeppni EM í París í kvöld.

Íslenska liðið reyndi sitt besta en það dugði ekki til, Frakkar eru númeri of stórir eins og staðan er í dag.

Samuel Umtiti kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik með skalla eftir fyrirgjöf frá Kylian Mbappe. Það var svo í síðari hálfleik sem Olivier Giroud komm heimamönnum í 2-0. Mbappe bætti svo við þriðja markinu á snyrtilegan hátt.

Antoine Griezmann kláraði svo leikinn með fjórða markinu, Ísland átti aldrei séns.

Plús og mínus er hér að neðan.

Plús:

Albert Guðmundsson fékk stórt tækifæri í erfiðu verkefni, hann gerði hins vegar oft vel með boltann. Var einnig vinnusamur, þessi frammistaða og sérstaklega í fyrri hálfleik, ætti að gefa honum stærra hlutverk.

Það eru ekki úrslitin á Stade de France sem ráða því hvort Ísland fari á EM, nú er að sækja sex stig gegn Tyrklandi og Albaníu á heimavelli í sumar.

Það jákvæða úr þessu verkefni er sigurinn í Andorra, leikurinn í kvöld var of stórt verkefni fyrir laskað íslenskt lið.

Mínus:

Sverrir Ingi Ingason, svaf á verðinum í marki Samuel Umtiti. Þessi öflugi varnarmaður þarf að fara að finna sitt besta form með landsliðinu, hæfileikarnir eru til staðar.

Of oft finnst blaðamanni eins og Hörður Björgvin Magnússon, sé ekki alveg með einbeitinguna í lagi. Staðsetur sig á köflum vitlaust og lendir á eftir.  Getur betur.

5-3-2 kerfið sem Erik Hamren ákvað að nota í kvöld, gerði íslenska liðinu erfiðari fyrir í sóknarleiknum. Þegar við sóttum var það á fáum mönnum, og oft mjög langt í markið.

Ísland gerði jafntefli við Frakkland í október með 4-5-1 kerfinu, þar var bæði varnar og sóknarleikur mikið betri. Slæm ákvörðun hjá Hamren og aðstoðarmönnum hans.

Fleiri varnarmenn er ekki áskrift á betri varnarleik, fjögurra manna varnarlína hentar íslenska liðinu betur.

Hvernig íslenska liðið gaf eftir þegar á leið, var slæmt. Létu berja sig niður í jörðina eins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim

Segir United á betri stað en áður undir stjórn Amorim
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp

Mun hafna United næsta sumar ef þetta gengur ekki upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm

Sektaður um 75 þúsund krónur fyrir að hafa gert grín af manni sem er með klofin góm
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist

Fékk ískaldar kveðjur í endurkomu sinni til Chelsea – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu

United og Chelsea ætla í baráttu um vonarstjörnu Brasilíu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli

Furðulegur blaðamannafundur Pep Guardiola í dag vekur athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United sagt undirbúa svakalegt tilboð

United sagt undirbúa svakalegt tilboð
433Sport
Í gær

Sú besta verður lengi frá

Sú besta verður lengi frá
433Sport
Í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær

Urðar yfir stjórnina eftir tapið gegn United í gær