fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Upplifði martröð undir stjórn Gerrard sem gaf honum engin svör: ,,Þetta var svo niðurlægjandi“

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. mars 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framherjinn Umar Sadiq talar ekki vel um lið Rangers í Skotlandi og stjóra liðsins, Steven Gerrard.

Sadiq kom til Rangers á láni frá Roma síðasta sumar en spilaði aðeins fjóra leiki áður en hann var sendur aftur til baka í desember.

Gerrard hafði ekki mikinn áhuga á að nota Sadiq og var komið illa fram við hann í þessa nokkra mánuði.

,,Þegar ég kom þangað þá fékk ég engan tíma til að aðlagast áður en þeir fengu inn annan framherja, Kyle Lafferty,“ sagði Sadiq.

,,Þá byrjuðu vandamálin og áður en ég vissi af þá var ég að upplifa alvöru martröð hjá félaginu.“

,,Mér var sagt að ég gæti ekki notað búningsklefa aðalliðsins. Ég átti að skipta um föt með krökkunum.“

,,Svo nokkrum dögum eftir það þá var mér bannað að nota bílastæðið á æfingasvæðinu.“

,,Þetta var svo niðurlægjandi og ég spurði ítrekað hvað væri í gangi. Ég fékk engin svör til baka.“

,,Gerrard vildi ekki gefa mér nein svör. Ég fékk ekki alvöru tækifæri til að sanna mig. Það var eins og þeir þekktu mig ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota